kristinkrutt

Sunday, August 29, 2004

Helgin

Jæja, við mamma erum búnar að vera ansi aktívar um helgina og hef ég skemmt alveg konunglega. Í gær fórum við í bæjarferð með Elísabetu vinkonu minni sem býr í sama húsi og ég og gerðum við margt okkur til skemmtunar, fórum og horfðum á leikrit og kíktum í stórt hoppukastalaland en þar sem var sko aldeilis hægt að leika sér og varð að múta mé með ís svo ég fengist heim. Svo buðum við nágrönnunum í mat og þar á meðal Elísabetu og Nikolai og lékum við okkur langt fram eftir. Svo sofnaði ég sjálf því mamma var með gesti og við erum alveg svaka stoltar af því.
Í dag fórum við svo í heimsókn til Kristínar og Hrafns og tókum við strætó til þeirra. Það er nú eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þessa dagana. Finnst mjög áhugavert hvernig bílstjórarnir bera sig við aksturinn og hvort þeir séu ekki örugglega með hendur á stýrinu og svo frv. Okkur mömmu finnst nú voða gott að eiga Kristínu frænku og fjölskyldu hér í Árósum og ég tala nú ekki um hvað mér finnst hann Hrafn frændi minn mikið krútt. Eftir að hafa horft á dönsku stelpurnar verða ólympíumeistara í handbolta fór ég einmitt með hann krúttið og kynnti hann fyrir hoppukastalalandinu, svo ég fór tvisvar þangað þessa helgina. Svo hittum við danska Línu Langsokk sem mér fannst nú ekki næstum eins hress og skemmtileg og sú íslenska, hún var einhvernvegin öll daufari, líka háraliturinn meira að segja! Jæja nú ætla ég að fara að slappa svolítið af og kannski ég rifji aðeins upp kynnin við puttann minn og naflann eftir erilsama en skemmtilega helgi. Stórt faðm til ykkar allra en eitt alveg sérstakt til pabba, kveðja Kristín Arna

2 Comments:

 • At August 30, 2004 at 3:05 AM, Blogger ÁÞÓ said…

  Alltaf gaman að heyra frá þér og hefur helgin verið skemmtileg hjá ykkur. Við amma Stína og pabbi þinn fórum í Stangarholt að moka holur, bera skít og smíða í gær. Þar var fínt veður og er wc skúrinn að verða tilbúinn. Vatnið er komið og allt að smella. Amma tíndi slatta af bláberjum og verða þau borðuð með ís þegar þú kemur heim næst. Ég spilaði svolítið á gítarinn í gær, passa hann vel!
  Bestu kveðjur,
  Afi Geiri

   
 • At September 12, 2004 at 2:30 PM, Blogger ÁÞÓ said…

  Á ekki að halda áfram?????????

   

Post a Comment

<< Home