kristinkrutt

Sunday, September 26, 2004

Daglegt líf

Jæja þá er lífið loksins að komast í fastar skorður hjá okkur mæðgum, eða að minnsta kosti kominn vísir að föstum skorðum. Ég farin að mæta í leikskólann á hverjum degi og er síðastliðna viku búin að vera að meðaltali í um 4 klst á dag. Er bara nokkuð sæl og glöð í leikskólanum og kennurunum virðist fara nokkuð hratt fram í íslenskunni en það er markmið mitt að þær verði farnar að tala nokkuð skýrt og skiljanlega áður en ég fer heim í jólafrí! Ég hef gert þeim það ljóst að ég ætli mér ekki að læra dönsku (þó svo ég hafi samt nokkuð mikinn áhuga og æfi mig þegar engin heyrir til mín (t.d. á klósettinu, en þá er ágætt að æfa sig með því að telja fingur og tásur og tala við einu almennilegu manneskjuna á þessu einkennilega hrognamáli)). Meðan ég er í leikskólanum er mamma eitthvað að rembast við að læra en ég held satt að segja að henni gangi ekkert allt of vel á köflum, það er að minnsta kosti oft ansi hreint og fínt þegar ég kem úr leikskólanum svo hún er allavega ekki alltaf að gera það sem hún á að vera að gera. Þetta kemur samt allt með kalda vatninu, hún er að reyna svo þetta fer nú örugglega að ganga! Hún er samt voða ánægð í skólanum og finnst námsefnið skemmtilegt, en ég verð samt að viðurkenna að mér finnst algjör vitleysa í henni að vera að standa í þessu námsveseni, finnst bara að hún eigi að vera heima að hugsa um mig, baka og vera skemmtileg. Skil ekki hvað hún hefur áhuga á því að vera að spá í hegðun og líðan annars fólks og leiðir til að aðstoða fólk í vanda þegar hún getur verið að fást við svona stórbrotna og skemmtilega manneskju allan daginn heima hjá sér. Rökræði þetta við hana á hverjum degi en hún virðist ekki ætla að taka sönsum.
Jæja, þá eru bara tæpar tvær vikur í að pabbi komi og hlakkar okkur mömmu mikið til að hitta hann, við söknum hans alla daga en okkur finnst helgarnar erfiðastar, þá vantar okkur hann mjög til þátttöku í hinu og þessu sprellinu eða bara þegar við erum að hangsa og horfa út í loftið.
Við vorum bara að uppgötva að einungis aðrir bloggarar gátu skrifað okkur á síðunni og vorum að breyta þeirri stillingu svo við vonumst bara eftir að heyra frá ykkur eftir þessa leiðréttingu, ég hef nefninlega voða gaman af því þegar mamma les fyrir mig það sem fólk er að skrifa mér. Bið að heilsa í bili, ykkar Kristín Arna

3 Comments:

 • At September 27, 2004 at 8:04 AM, Blogger Hanna Björk said…

  Hæ hæ elsku Kristín Krútt!
  Okkur finnst alveg ómetanlegt þegar við sjáum nýja pósta hjá ykkur mæðgum því að okkur Barcelonabúrunum finnst svo skemmtilegt að fá að fylgjast með.
  Mikið er nú gott að heyra að lífið er að komast í rútínu hjá ykkur og að þið eruð að komast upp á lag með dönskuna.
  Héðan fylgja bestu og kærustu kveðjur og knús til ykkar mæðgna
  Ykkar vinir í BCN
  Sara Natalía, Hanna og Grétar

   
 • At September 28, 2004 at 6:10 PM, Blogger Thora said…

  Hæ skonsan mín, gaman að vita að það er svona gamann í leikskólanum. Og ég er viss um að þú standir þig vel í íslensku kenslunni :)
  Knúsaðu mömmu þína frá mér og láttu hana knúsa þig :)
  Stórt knús Þóra frænka :)

   
 • At September 28, 2004 at 6:13 PM, Blogger Thora said…

  ps. það er hægt að setja comment með því að fara inn á þessa heimasíðu:
  HaloScan.com

  Kveðja Þóra :)

   

Post a Comment

<< Home